Hofssókn

hofskirkjaSú sókn sem heitir Hofssókn í dag var til með sameiningu Sandfellssóknar og Hofssóknar árið 1912. Nær hún yfir svæði þar sem allajafna er kallað Öræfi.

Sóknarkirkjan er staðsett á Hofi og heitir Hofskirkja (í Öræfum). Einnig stóð kirkja í Sandfelli en hún var rifin árið 1974. Ekki er vitað með fullri vissu hvenær fyrsta kirkjan reis á Hofi en talið er að það hafi verið fljótlega eftir lögleiðingu kristinnar trúar.

Lengi vel voru til fáar heimildir um Öræfi og Hofskirkju en vitað er að árið árið 1641 vísiteraði Brynjólfur biskup Hofskirkju og þá kemur fram að mikið af gripum kirkjunnar höfðu horfið í gegnum áratugina. Eftir þessa vísiteringu er vitnað reglulega í Hofskirkju í gögnum biskups.

Hofskirkja var rifin og endurbyggð að öllu leyti árið 1880. Á árunum 1953 – 1954 var kirkjan svo endurbyggð að hluta.

Í dag eru um 70 manns í sókninni.

Sóknarnefnd Hofssóknar

Sigrún Sigurgeirsdóttir, formaður – 478 1656
Halldóra Oddsdóttir – 478 1727