Um prestakallið

bjarnanesprestakall-hvitur-bakgrunnur
Stimpill prestakallsins, gerður af Þorgerði Sigurðardóttur í Bjarnanesi 1974.

Bjarnanes hét áður Bjarnarnes og hefur verið allt frá því að byggð hófst í héraðinu höfuðból og nafnkunnur sögustaður. Svo lengi sem menn muna bjuggu prestar ávallt í Bjarnanesi sem og aðrir fyrirmenn héraðsins. Síðasti presturinn til að búa í Bjarnanesi var Skarphéðinn Pétursson en þegar hann lét af störfum fluttist prestsbústaðurinn út á Höfn.

Fram til ársins 1880 var prestsbústaðurinn í Bjarnanesi aðeins prestssetur fyrir Bjarnanes- og Hoffellssókn en Hoffellssókn náði yfir Innbyggð en var með lögum sameinum Bjarnanessókn árið 1894. Eftir 1880 sameinaðist Einholtssókn á Mýrum við Bjarnanesprestakall og hélst sú skipan allt til ársins 1920. Það ár sameinaðist Stafafellssókn Bjarnanesprestakall en áður hafði Einholtssókn orðið hluti af Kálfafellsstaðarprestakall, eða árið 1907. Það var svo árið 1953 sem Bjarnanessókn var skipt upp í tvennt og ný sókn stofnsett, Hafnarsókn, sem var staðsett á Höfn.

Árið 2009 var Kálfafellsstaðarprestakall sameinað Bjarnanesprestakalli. Heiti hins sameinaða prestakalls varð Bjarnanesprestakall. Bjarnanesprestakall heyrir undir Suðurprófastsdæmi og sr. Halldóra Þorvarðardóttir er þar prófastur. Prestssetur prestakallsins er á Höfn. Sóknarprestur er sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og prestur er sr. Gunnar Stígur Reynisson.

Heimilid: Byggðasaga Austur – Skaftafellssýslu

Leave a Reply