Kálfafellsstaðarsókn

Talið er að fljótlega eftir að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000 hafi risið kirkja á Kálfafellsstað. Var það fyrsta kirkjan í sveitinni og höfuðkirkja síðan þó að fleiri kirkjur risu á ýmsum bæjum.

Fram til 1885 var torfkirkja á Kálfafellsstað en þá um sumarið var reist þar timburkirkja og vígð um haustið. Kálfafellstaður-inniÞann 7. janúar 1886 gekk svo mikið hvassviðri yfir Suðursveit að aldrei hafði annað eins þekkst. Í einni hviðunni tókst hin nývígða kirkja á loft og brotnaði í spón. Engu var hægt að bjarga fyrr en veðrið hafði gengið yfir. Þá var farið í að tína saman brakið en það hafði dreifst marga kílómetra.  Kirkjugripirnir fundust flestir, þar á meðal líkneski Ólafs konungs hins helga, verndardýrlings kirkjunnar. Þetta líkneski er haglega skorið úr tré þar sem Ólafur er í gullnum konungsskúrða með kórónu á höfði. Líkneskið fannst óskaddað þó nokkuð frá frá þeim stað sem kirkjan stóð og þótti það almættisverk. KálfafellstaðarkirkjaLíkneskið er nú í vörslu Þjóðminjasafns Íslands en hafði áður staðið á kórbita kirkjunnar þegar hún eyðilagðist.

Árið 1926 var ákveðið að reisa nýja kirkju að Kálfafellsstað. Nýr staður var fundinn fyrir kirkjuna á landi Kálfafellsstaðar en gamla kirkjan hafði staðið í miðjum kirkjugarðinum. Guðjón Samúelsson húsasmíðameistari ríkisins var fenginn til að teikna kirkjuna. Vel gekk með bygginguna og sumarið 1927 var hún múrhúðuð að innan og utan, sem og máluð. Kirkjan var svo vígð 31. júlí árið 1927.

Heimild: Byggðasaga Austur – Skaftafellssýslu

Fleiri myndir af Kálfafellsstaðarkirkju er að finna á myndasíðunni okkar sem er hér í flipunum að ofan eða á Fickr-síðunni okkar.

Sóknarnefnd Kálfafellsstaðarsóknar

Sigurbjörn Karlsson, formaður – 478 1074
Steinþór Torfason, ritari – 478 1067
Jóna Ingólfsdóttir – 478 1567
Gunnhildur E. Ingimarsdóttir – 478 1072
Þorbjörg Arnórsdóttir – 478 1073
Þóra Vilborg Jónsdóttir – 478 1041