Útför

Þegar einhver úr söfnuðinum deyr fer fram útfararathöfn, jarðarför, venjulega í kirkju og síðan greftrun í kirkjugarði. Einkenni útfararathafnar er hin kristna von um upprisu og eilíft líf. Jesús Kristur frelsar frá dauðanum. Í trú á hann leggjum við þau sem við kveðjum í vígða mold. Grafreitir og kirkjugarðar eru sérstaklega helgaðir í þessu skyni, nema þeir reitir sem ætlaðir eru fyrir þau sem eru utan kirkju eða tilheyra öðrum trúarsamfélögum.

Að mörgu er að huga við andlát ástvinar. Velja þarf prest, dagsetningu útfarar, fá vottorð og leyfi til útfarar, svo fátt eitt sé nefnt. Prestar eru aðstandendum innanhandar við undirbúning útfarar. Til að auðvelda aðdragaanda útfararinnar með skoða þennan minnislista sem er í pdf-skráarsniði. Auk þess að fara yfir listann hér fyrir neðan. Prestar geta annars aðstoðað koma upp einhverjar spurningar.

Minnisatriði fyrir aðstandendur við andlát:

  • Tilkynna andlátið vinum og vandamönnum.
  • Auglýsa andlátið í fjölmiðlum (blöð og útvarp).
  • Taka saman helstu æviatriði og lífshlaup: fæðingardag, foreldra, systkini, maki og börn, giftingardag, nám og menntun, helstu störf, áhugamál og þátttaka í félagsstarfi.
  • Ákveða tíma fyrir kistulagningu og útfaradag í samráði við prest.
  • Velja kirkju og tónlistarfólk.
  • Velja kistu og líkklæði. Hinn látni er lagður í hvíta kistu sem til eru í Hafnarkirkju, nema beðið sé um annað.
  • Flutningur á kistu úr líkhúsi í aðra kirkju eða flutningur á kistu við útför.
  • Vottorð hjá sýslumanni. Sækja dánarvottorð hjá lækni/sjúkrahúsi. Síðan fara aðstandendur til sýslumanns og fá skriflega staðfestingu – leyfi til útfarar. Þá afhenda þeir prestinum staðfestinguna.
  • Ákveða kirkjugarð og legstað.
  • Auglýsa hvenær og hvar útför fari fram (t.d. í Eystrahorni).
  • Velja sálma í samráði við prest og organista eða tónlistarfólk. Vel fer á að hafa 5-7 sálma við útförina. Algengt er að síðasti sálmur sé Allt eins og blómstrið eina.
  • Gera sálmaskrá í samráði við prest. Prestur sér um að koma skránni í prentun.
  • Blóm og skreytingar í kirkju. Blómaskreytingar á kistu og blóm á altari. Blóm og kransar frá aðstandendum.
  • Ákveða hverjir bera kransana og skreytingar úr kirkju. (Venja er að kransar, krossar og skreytingar sem bera borða fylgja kistu í garð. Önnur blóm taka aðstandendur með sér úr kirkju. Meðhjálpari Hafnarsóknar stýrir athöfninni í kirkjum sóknarinnar eftir að sjálf útförin hefur farið fram. Afhendir kransa og blóm, leiðbeinir líkmönnum og leiðbeinir í garðinum. Í öðrum kirkjum sjá prestar og aðstandendur um þessi verk sjálfir).
  • Ákveða hverjir bera kistuna (líkmenn), 6 eða 8 við athöfn og í kirkjugarði.
  • Ákveða hverjir afhenda sálmaskrár.
  • Erfidrykkja.
  • Athuga með útfararstyrk frá stéttarfélagi.
  • Athuga með merkingu á leiði, kross.
  • Athuga með þakkarkort/auglýsingu.
  • Óski aðstandendur eftir því að birta minningarorð á minningar.is má ræða það við prestinn.

Sálmar sem eru vinsælir og vert er að hafa í huga við útfarir (smellið á til að hlusta)

Að útför lokinni

Að ýmsu þarf að huga ef að útför lýkur. Til að mynda kransar. Gott er að fjarlæga kransa og önnur blóm sem hvíla á leiðinu þegar þau eru verulega farin að láta á sjá. Mörgum finnst smekklegt að slétta leiði og er það á sumum stöðum orðið skylda, m.a. í Hafnarkirkjugarði og er það í höndum ættingja. Gott er að miða við að leyfa einum vetri að líða áður en leiði er slétt svo að jarðvegurinn nái að jafna sig. Margir nota tækifærið og koma fyrir varanlegu minnismarki (legsteini) og er hægt að nálgast þá á fjölmörgum stöðum. Dæmi um sölustaði eru: