Guðshús í prestakallinu, fyrr og nú

Guðshúsin í prestakallinu hafa verið mörg í gegnum aldirnar. Hér áður fyrr tilheyrðu þessi Guðshús nokkrum prestaköllum en nú í dag er búið að sameina þau undir eitt prestakall. Sigurður Hannesson fyrrum skjalavörður hefur tekið saman á hvaða bæjum Guðshús hafa staðið. 

Bær Kirkja/
 Hálfkirkja/
 Bænhús
Svínhólar Bænhús
Stafafell Kirkja
Bær Bænhús
Hvammur Bænhús
Syðri-Fjörður  Bænhús
Horn Hálfkirkja
Höfn Kirkja
Hafnarnes Bænhús
Árnanes Bænhús
Bjarnanes Kirkja
Meðalfell Bænhús
Skógey Bænhús
Krossbær Bænhús
Hoffell Kirkja
Svínafell Bænhús
Viðborð Bænhús
Holtar Kirkja
Brunnhóll Kirkja
Einholt Kirkja
Hestgerði Bænhús
Borgarhöfn Kirkja
Kálfafellsstaður Kirkja
Vindás Kirkja
Breiðabólsstaður Hálfkirkja
Reynivellir Hálfkirkja
Fell Hálfkirkja
Breiða Kirkja
Hólar Kirkja
Hnappavellir Kirkja
Hof Kirkja
Eyrarhorn Kirkja
Sandfell Kirkja
Rauðilækur Kirkja
Svínafell Kirkja
Jökulfell Hálfkirkja

                                                                                                                                                            Heimild: Sigurður Hannesson

Feitletruðu staðirnir eru þar sem enn er kirkja.
Skáletruðu staðirnir eru staðir þar sem ekki er ljóst með vissu hvort staðið hafi bænhús eða kirkjur.

Viti fólk um aðra staði þar sem guðshús hafa staðið má endilega senda póst á bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is