Guðshús í prestakallinu, fyrr og nú
Guðshúsin í prestakallinu hafa verið mörg í gegnum aldirnar. Hér áður fyrr tilheyrðu þessi Guðshús nokkrum prestaköllum en nú í dag er búið að sameina þau undir eitt prestakall. Sigurður Hannesson fyrrum skjalavörður hefur tekið saman á hvaða bæjum Guðshús hafa staðið.
Bær | Kirkja/ Hálfkirkja/ Bænhús |
---|---|
Svínhólar | Bænhús |
Stafafell | Kirkja |
Bær | Bænhús |
Hvammur | Bænhús |
Syðri-Fjörður | Bænhús |
Horn | Hálfkirkja |
Höfn | Kirkja |
Hafnarnes | Bænhús |
Árnanes | Bænhús |
Bjarnanes | Kirkja |
Meðalfell | Bænhús |
Skógey | Bænhús |
Krossbær | Bænhús |
Hoffell | Kirkja |
Svínafell | Bænhús |
Viðborð | Bænhús |
Holtar | Kirkja |
Brunnhóll | Kirkja |
Einholt | Kirkja |
Hestgerði | Bænhús |
Borgarhöfn | Kirkja |
Kálfafellsstaður | Kirkja |
Vindás | Kirkja |
Breiðabólsstaður | Hálfkirkja |
Reynivellir | Hálfkirkja |
Fell | Hálfkirkja |
Breiða | Kirkja |
Hólar | Kirkja |
Hnappavellir | Kirkja |
Hof | Kirkja |
Eyrarhorn | Kirkja |
Sandfell | Kirkja |
Rauðilækur | Kirkja |
Svínafell | Kirkja |
Jökulfell | Hálfkirkja |
Heimild: Sigurður Hannesson
Feitletruðu staðirnir eru þar sem enn er kirkja.
Skáletruðu staðirnir eru staðir þar sem ekki er ljóst með vissu hvort staðið hafi bænhús eða kirkjur.
Viti fólk um aðra staði þar sem guðshús hafa staðið má endilega senda póst á bjarnanesprestakall@bjarnanesprestakall.is