Bjarnanessókn

Í Bjarnanesi hefur verið prestssetur svo lengi sem menn muna. Kirkjurnar í Bjarnanesi hafa ávallt verið helgaðar Maríu mey, eða allt frá því að kirkjur voru reistar þar að kaþólskum sið.

Bjarnaneskirkja-klukka
Kirkjuklukkan við Bjarnaneskirkju

Á 15. öld var hér á landi danskur biskup, Jón Gerreksson að nafni. Vel var tekið á móti Jóni og hans mönnum til að byrja með en svo fóru þeir að fara ránshendi um landi og samþykkti Alþingi að senda skósveina Jóns úr landi árið 1931. Jón fór hinsvegar ekki eftir því en fór deilur milli Jóns og hans manna, og andstæðinga hans að harðna. Helstu andstæðingar Jóns voru Þorvarður Loftsson á Möðruvöllum og Teitur ríki Gunnlaugsson í Bjarnanesi. Jón lét handtaka þá báða og vinna störf sem þóttu lítil virðing að. Þeir sluppu úr haldi árið 1432 og söfnuðu þeir liði, réðust gegn Jóni og hans mönnum og drápu þá. Jóni biskupi var svo drekkt í Brúará. Nálægt Bjarnanesi er staður sem hefur verið nefndur Virkishóll. Þar er sagt að Teitur hafi gert sér virki og búist um.

Árið 1911 var kirkjan sem stóð í Bjarnanesi rifin og ný kirkja byggð við Laxá í Nesjum. Sú kirkja var afar mikið hús og þótti falleg kirkja og sjá menn enn eftir þeirri kirkju þó langt sé liðið síðan hún var rifin.

Árið 1957 var hafin bygging á nýrri kirkju í Bjarnanesi eftir að kirkjan við Laxá var rifin. Stendur sú kirkja aðeins norðar en gamla kirkjan gerði. Hannes Kr. Davíðsson (d. 1995) arkitekt teiknaði kirkjuna en hugsanlega var hann fenginn til verksins þar sem hann dvaldi á æskuárum sínum í Svínafelli í Nesjum og sótti skóla í sveitinni. Bjarnesneskirkja var eina kirkjan sem Hannes teiknaði sé utan talin kaþólsk kirkja í Breiðholtinu.

Í Bjarnanessókn eru rúmlega 200 manns og geymir sóknin tvær kirkjur. Sú sem stendur í Bjarnanesi og kirkjuna í Hoffelli. Nánar má lesa um kirkjunar hér á síðunni.

Heimildir: Morgunblaðið og Skaftfellingur 14. árg.

Sóknarnefn Bjarnanessóknar

Hjalti Egilsson, formaður – 478 1797
Anna Sigurbjörg Sævarsdóttir, ritari
Hreinn Eiríksson, gjaldkeri – 478 1443
Þrúðmar S. Þrúðmarsson – 478 1514
Hákon Skírnisson – 478 1438