Kirkjugarðar Hafnarsóknar

Hafnarkirkjugarður
Hafnarkirkjugarður

Kirkjugarðar Hafnarsóknar eru tveir, Hafnarkirkjugarður og Stafafellskirkjugarður. Hafnarkirkjugarður er stærsti kirkjugarður prestakallsins og er hann við Hafnarkirkju. Í honum eru um 300 leiði en garðurinn var vígður 1959. Aftast í garðinum er bogadreginn minningarreitur um horfna sjómenn. Garðurinn hefur í tvígang verið stækkaður til norðurs, síðast sumarið 2013.

Stafafellskirkjugarður umlykur Stafafellskirkju í Lóni. Mörg áhugaverð legstæði eru í þessum garði enda er þar að finna nokkur gömul leiði. Enn er grafið í garðinum.

Umgengnisreglur um kirkjugarða Hafnarsóknar má finna hér
Hafnarkirkjugarður
Stafafellskirkjugarður

Leiðiskrossar um jól

Hafnarkirkjugarður

Leiðiskrossar eru vinsælir á leiði yfir jólahátíðina. Settir eru út rafmagnskassar í byrjun afðventu og þeir fjarlægðir í lok jólahátíðarinnar. Í dag eru rafhlöðu krossar orðnir mjög endingagóðir og eru aðstandendur beðnir um að skoða þann kost alvarlega þegar kemur að vali á leiðiskrossum. Hér fyrir neðan má sjá hlekki yfir nokkra söluaðila leiðiskrossa. Þeir sem selja rafhlöðukrossa eru sérmerktir.

Martölvan

Logoflex (Rafhlöðukrossar)

Rafeindir og tæki (Rafhlöðukrossar)

Pfaff (Rafhlöðukrossar)

Húsasmiðjan

Byko (Rafhlöðukrossar)