Starfið

Fjölbreytt starf er að finna innan prestakallsins og er stefnt á því að fjölga kirkjutengdri afþreyingu á næstu misserum. Hér má sjá hvað er í boði.

SunnudagaskóliSunnudagaskóli

Sunnudagaskóli er um það bil einu sinni í mánuði. Fólk er bent á Facebook síðu prestakallsins til að fylgjast með næsta sunnudagaskóla.

Kórastarf

SamkórFjölbreytt kórastarf er í prestakallinu. Samkór Hornafjarðar er með æfingar í hverri viku og undanfarin ár hefur verið kóranámskeið fyrir börn. Kórstjóri samkórsins er Jörg Sondermann og er þeim sem vilja bætast í þann hóp bent á að tala við hann. Kirkjukór er einnig í Öræfum er vilji fólk taka þátt í starfinu þar er það hvatt til að hafa samband við Sigrúnu sóknarnefndarformann.

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru á fimmtudögum kl. 10:00 – 12:00. Foreldrar hittast með börn sín, hitta aðra foreldra og spjalla saman. Af og til fá þau fræðslu.
ForeldramorgunnBörnin hitta fullt af öðrum börnum og leika sér saman.
Mæting er frjáls, enginn aðgangseyrir og fullt af hressum foreldrum og ákjósanlegt tækifæri að  fólki með börn á svipuðum aldri.
Láttu sjá þig og leyfðu barninu þínu eða börnum að kynnast öðrum börnum og leyfðu öðrum að kynnast þér.

12 spora fundir

vinir-i-bata-litid12 sporin – Vinir í bata er hópur fólks, karla og kvenna, sem tileinka sér Tólf sporin sem lífstíl. Hópurinn hefur fundið að vinna þeirra í Tólf sporunum hefur leitt lækningu og bata. Fundir eru haldnir á föstudögum yfir veturinn en fundirnir eru lokaðir fyrir utan fyrstu 2 fundina. Upplýsingar um sporavinnuna ná nálgast með því að senda póst á stigur.reynisson@kirkjan.is
Frekari upplýsingar um 12 sporin er að finna á heimasíðu Vina í bata

AA fundir

aa__logoAA-Samtökin eru með opna fundi á miðvikudögum kl. 20:00 og á  laugardögum kl. 17:30.
Allir eru auðvitað velkomnir.
Frekari upplýsingar um starf samtakanna er að á heimasíðu AA-Samtakanna