Fréttir

Sláttur er hafinn

Það veitir alltaf á gott þegar maður heyrir í slátturvélinni í kirkjugarðinum á Höfn, það er merki um að það sé komið sumar. Nú í dag var fyrsti sláttur í garðinum en hann kemur vel undan vetri. Fólk er hvatt til að hreinsa og snyrta leiði ástvina sinna eftir veturinn. Þess má geta að búið er að koma upp fiskikari fyrir garðaúrgang framan við garðinn þannig að það þarf ekki að taka hann með sér. Einnig er krani með rennandi vatni og garðkanna á staðnum þannig að auðvelt er vökva sumarblómin sem komið er fyrir á leiðunum. Gleðilegt sumar.