Þrír umsækjendur um stöðu prests í hálfri stöðu í Bjarnanesprestkalli
Þann 9. nóvember síðastliðinn rann út umsóknarfrestur um hálfa starfið í prestkallinu. Mikið hefur verið rætt um þessa stöðu og hafa margir haft áhyggjur af því að enginn myndi sækja um. Nú er ljóst að þrír guðfræðingar sóttu um starfið. Þau eru
- cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson
- mag. theol. María Rut Baldursdóttir
- cand. theol. Sylvía Magnúsdóttir
Næsta skref er að kjörnefnd mun koma saman og ráða ráðum sínum.
Fréttin birtist upphaflega á heimasíðu Þjóðkirkjunnar