Fréttir

Alfa námskeið

Mánudaginn 24. september kl.18 verður kynning á Alfa. Kynningin verður haldin í samkomuhúsi Hvítasunnukirkjunnar Lifandi vatn.

Boðið verður upp á súpu gestum að kostnaðarlausu

Hvað er Alfa?

Alfa  er 10 vikna námskeið um kristna trú.  Fjallað er á einfaldan og þægilegan hátt um grundvallaratriði kristinnar trúar og boðskap Biblíunnar.  Með virkri þátttöku námskeiðsgesta er leitast við að svara mikilvægustu spurningum lífsins, spurningum sem allir spyrja sig einhvern tímann á lífsleiðinni en hafa kannski ekki náð að svara fyrir sitt leyti.

Námskeiðið er að jafnaði haldið einu sinni í viku. Hvert kvöld hefst á léttum kvöldverði kl. 18. Síðan er kennsla í um 30 mínútur og svo eru umræður í litlum hópum.  Eftir umræður hefst lofgjörðar- og fyrirbænastund.

Alfa námskeiðið er opið fyrir alla. Ekkert þátttökugjald er á Alfa, þ.e. fyrir námskeiðið sjálft og fyrirlestrana. Greitt er fyrir matinn í hvert sinn.

umsjón með Alfa námskeiðinu verða prestar Bjarnaprestakalls og  einnig frá Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn.

Verið hjartanlega velkomin.