Aðventutónleikar Karlakórsins Jökuls í Hafnarkirkju 2021
Aðventutónleika Karlakórsins Jökuls þarf ekki að kynna fyrir Hornfirðingum enda hafa þeir verið hluti af jólahefð margra síðustu ár. Tónleikar sem þróast hafa út í risatónlistarveislu þar sem allt helsta tónlistarfólk sýslunnar kemur saman til að syngja inn jólin.
Í ár líkt og í fyrra hafa sóttvarnarreglur gert það að verki að tónleikahald hefur nánast legið niðri, og er það miður bæði fyrir tónlistarfólk og áhorfenda.
Þó ekki hafið verið hægt að koma saman í ár þá brá Karlakórinn Jökull á það ráð að taka upp Hornfirskt tónlistarfólk og setja saman í eina yndislega jólatónleika.
Tónleikana má nálgast á YouTube-síðu Hafnarkirkju eða með því að smella Hér
Já, tónlistarfólk á Hornafirði færir áhorfendum kærleik og frið, með von um að jólatónar skili sér heim í stofu og veiti gleði og yl.
Þau ykkar sem vilja styrkja gott málefni geta borgað upphæð að eigin vali á reikning 0169-26-1510 kt:610280-0139
Karlakórinn Jökull þakkar öllum þeim sem komu að gerð þessarar myndbands. Serstaklega þökkum við Emil Erni Morávek, Eyjólfi Aiden Albertson, Tómasi Nóa Haukssyni, Luiz da Silva og Þorsteini Sigurbergssyni fyrir þeirra framlag og þolinmæði.