Jólhelgihaldi 2021 aflýst í prestakallinu
Vegna aukinna smita og smithættu í landinu öllu höfum við ákveðið að aflýsa messuhaldi í prestakallinu. Þetta var ekki létt ákvörðun, sér í lagi svona rétt fyrir jól, en teljum að þetta sé það réttasta í stöðunni þar sem smitum fjölgar á ógnarhraða um land allt og við viljum ekki að kirkjugestir eigi hættu á að lenda í sóttkví um jólin.
Við vonum að skilningur sé hjá íbúum enda erum við öll í þessu saman.
Nú er vinna hafin við upptökur og mun upptaka birtast hér og á öllum helstu samfélagsmiðlum á aðfangadag.
Einnig bendum við á aftansöng frá því í fyrra sem og aðventstundina sem tekin var upp í öllu prestakallinu í desember í fyrra.
Hér er hægt að finna YouTube rás Hafnarkirkju en hér fyrir neðan er hægt að horfa á stundirnar frá því í fyrra.