Sumarhelgihald 2022
Nú er sumarið gengið í garð og landsmenn farnir að þreytast innan og utan landssteinanna.
Við í prestakallinu munum messa eins og undanfarin sumur og eins og áður verða þetta allajafna óhefðbundnar messur.
Við ætlum til að mynda að prófa að messa í grunni Bjarnaneskirkju við Laxá en þar hefur ekki verið messað í fjöldamörg ár. Þá um leið gefst tækifæri að skoða stækkunina á kirkjugarðinum austanmegin við “kirkjuhólinn”.
Einnig er stefnt að útimessu í Öræfum og svo verður útimessa á Höfn en það á eftir að koma í ljós hvar sú messa verður en það ræðst af veðri.
Svo verður að minnast messurnar tvær í Kálfafellsstaðarkirkju og Stafafellskikju en hefð hefur skapast fyrir þeim á hverju sumri.
Ólafsmessa er haldin á hverju ári Í Kálfafellsstaðarkirkju og er haldin á dánardegi Ólafs helga Noregskonungs, 29. júlí. En þá eru haldnir tónleikar sem Þórbergssetrið hefur haldið vel utanum.
Síðasta sunnudag ágústmánaðar er ætíð haldinn kirkjudagður í Stafafellskirkju þar sem boðið er uppá kirkjukaffi á eftir í fundarhúsinu.
Hér fyrir neðan má sjá dagskránna betur og hægt er að fylgjast með á Facebook síðu prestakallsins.