BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Færeyingar heimsækja íslensku kirkjuna

Dagana 18. til 26. apríl ferðast 12 Færeyingar úr Þjóðkirkjunni í Færeyjum í kringum Ísland, þar sem þeir halda samkomur í kirkjum. Með hópnum koma tveir færeyskir prestar, sem fararstjórar – Sverri Steinhólm, sem er sjúkrahús- og fangelsisprestur í Þórshöfn og Bergur D. Joensen, sem er sóknarprestur í Þórshöfn. Sverri og Bergur hafa komið til Íslands og haldið færeyskar guðsþjónustur í Reykjavík margsinnis.

Hópurinn hefur haft samband við íslenska presta og er ætlunin at hitta íslenska biskupinn, Agnesi M. Sigurðardóttur. Helstu tengiliðir Færeyinganna í ferðinni eru Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum og Ragnar Snær Karlsson í Reykjavík.

Þau, sem koma frá Færeyum, eru nemar í færeyskum kirkjuskóla, sem heitir PODAS Ekklesias, sem á grísku merkir kirkjufætur. Skólinn kennir nemunum að sitja við fætur Jesú og þjóna við fætur náungans.

Um 100 Færeyingar hafa verið í PODAS Ekklesias síðan 2008, er skólin byrjaði. Skólinn nær yfir um 4 ár og fólk fær tveggja tíma kennslu á viku. Þau sem koma til Íslands – 5 konur og 7 karlar – eru öll á besta aldri. Eitt þeirra raunar ungt að árum.

Ætlunin er að heilsa uppá Íslendinga og hnýta vinabönd og efla ennfrekar góð samskipti milli Færeyja og Íslands.

Færeyingar hafa alltaf litið upp til Íslendinga og geta margt lært af vinnusemi þeirra og þolgæði eins og af virðingu þeirra fyrir máli og menningu.

Mun hópurinn halda samkomu á Höfn:

Þriðjud. 25. apríl: Hafnarkirkja kl. 20.00

Við vonum að við hittum marga Íslendinga!

Verið öll velkomin!

Fyrir hönd Íslandsfaranna,

Sverri Steinhólm
B
ergur D. Joensen