BjarnanessóknFréttir

Hreinn Eiríksson fallinn frá

Hreinnn Eiríksson er fallin frá. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 10. júlí sl.

Hreinn er mörgum góðum kunnur meðal annars fyrir sín fjölmörgu félagsstörf. Hreinn sat til að mynda í sóknarnefnd Bjarnanessóknar í tugi ára. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að hann ákvað að láta staðar numið en var þó alla tíð duglegur að sækja kirkju sína. En hann tók þátt í að byggja Bjarnaneskirkju og sinnti henni ætíð vel og kirkjugörðunum einnig.

Sóknarnefnd Bjarnanessóknar þakka Hreini fyrir allt hans óeigingjarnastarf og votta aðstandendum samúð sína.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Hrein ásamt sóknarnefnd Bjarnanessóknar árið 2016.