Sumarhelgihald 2019
Nú er sumarið að ganga í garð og vegna þess þá mun messuð og guðsþjónustum fækka. Stefnt er að því að messa einu sinni að sumri í hverri sveitakirkju og a.m.k einu sinni í mánuði í Hafnarkirkju
Það eru tvö atriði sem vert er að minnast á.
Hofskirkja: Stefnt er að því að messa ekki í Hofskirkju þetta sumarið heldur verður útimessa við tóftirnar að kirkjunni í Sandfelli. Reynt verður að leita efnis frá síðasta prestinum í Sandfelli, Eiríki Helgasyni, og sungnir verða sálmar sem sungnir voru á síðustu árum kirkjunnar.
Kálfafellsstaðarkirkja: Líkt og undanfarin ár verður Ólafsmessa að sumri haldin hátíðleg 29. júlí, en um að ræða mánudag og því óvenjulegur messutími. En 29. júlí er dánardagur Ólafs konungs því við hæfi að messa á þeim degi. Ólafsmessan samanstendur af helgistund og tónleikum sem eru unnið í samstarfi við Þorbergssetur á Hala.
Komi til breytinga verður það auglýst þegar nær dregur.
En annars hvetja prestar og sóknarnefnir alla til mæta í messur í sumar.