FréttirHafnarsókn

Afhverju er alltaf verið að hringja kirkjuklukkunum í hádeginu?

Hvatning biskups

Biskup Íslands hvatti til samlíðunar og ábyrgðar á þessum sérstöku tímum við við lifum við með því að hringja kirkjuklukkunum í þrjár mínútur, alltaf kl. 12:00 að hádegi. Kirkjur um allt land taka þátt í þessu verkefni á meðan þessu ástandi stendur.

Hvaða merkingu hafa kirkjuklukkurnar

Þær kalla okkur inn til guðsþjónustu og senda okkur út til guðsþjónustu. Á tímum þegar ekki er hægt að fjölmenna í kirkjum landsins, þá er boðskapur klukknanna enn sá sami að við erum bræður og systur og tilheyrum sömu fjölskyldu og berum ábyrgð sem slík.

Bænastundir sendar út

Einu sinni í viku verður bænastund eftir hringingu klukknanna send á hjúkrunarheimilið þar sem beðið verður fyrir landi og þjóð vegna ástandsins og óski fólk eftir bænarefnum þá má hafa samband við sóknarprest. Vonir standa til að hægt verði að streyma þessum stundum á netinu áður en langt um líður.