FréttirHafnarsókn

Áramótakveðja

Vegna tilmæla biskups að í ljósi hraðrar útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra verða engar auglýstar guðsþjónustur verða í kirkjum landsins nú um áramótin og a.m.k. þar til nýjar sóttvarnarreglur verða birtar á nýju ári. Ekkert helgihald verður því í kirkjum landsins.

Við í Bjarnanesprestakalli förum eftir tilmælum biskups en höfum ákveðið að senda út stutta áramótakveðju í staðinn sem birt verður á netinu kl. 16:00 á Gamlársdag. Þar má heyra prestanna fara með bænir og lesa ritningarlestur og Samkór Hornafjarðar syngja tvo sálma.

Hægt er að horfa á áramótakveðjuna HÉR eða horfa hér fyrir neðan.

Athugið að einnig er bent á útvarpað helgihald í Ríkisútvarpinu Rás 1, kl. 18:00 á gamlársdag og kl. 11:00 á nýjársdag sem og kl. 11:00 sunnudaginn 2. janúar.