BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Jólahelgihald í Bjarnanesprestakalli

Það verður nóg um að vera í Bjarnanesprestakalli um jólin.

Messað verður í öllum sóknum, frá aðfangadegi til og með gamlársdags.

Sr. Gunnar Stígur sóknarprestur messar í Hafnarkirkju, Bjarnaneskirkju og Hoffellskirkju.

Sr. Axel Njarðvík messar í Hofskirkju, Kálfafellsstaðarkirkju og Brunnhólskirkju.

Því miður gefst ekki tími til að messa í Stafafellskirkju um jólin en stefnt verður að því að messa þar í janúar.

Endilega fylgist með á Facebooksíðu prestakallsins en þar koma upplýsingar fljótt og örugglega.