Hjónavígsla
Kirkjuleg hjónavígsla er helgiathöfn þar sem tveir einstaklingar, karl og kona, eða tveir karlar eða tvær konur, heita hvor öðrum ævitryggðum, að eiga, njóta og þiggja saman önn sem yndi lífsins, gleði og sorgir.
Hjónavígslan er tjáning gleði og fagnaðar, samstöðu, ábyrgðar og vonar á þessum vegamótum lífsins sem hjónin á. Söfnuðurinn umlykur hjónin fyrirbæn sinni ásamt kirkjunni allri og vill með Jesú Krist sem fyrirmynd sýna því samfélag hinnar gagnkvæmu þjónustu og þörf allra fyrir samfélag við Guð og náungann utan hrings fjölskyldunnar.
Meginregla er að kirkjubrúðkaup fari fram í kirkju. Í það minnsta skulu vera viðstddir tveir vottar, eða svaramenn, en oftast eru það fleiri, úr söfnuðinum eða fjölskydum brúðhjónanna.
Einnig er það leyfilegt að giftingarathöfn geti farið fram á heimili eða utanhúss. Gott er að ræða við prest um staðsetningu athafnarinnar sem og aðrar séróskir.
Þegar annað eða bæði hjónaefni hafa lögheimili erlendis þá gefa sýslumannsembættin út könnunarvottorð um hjúskaparskilyrði. Nánari upplýsingar um það er að finna á vefjum sýslumannsembættanna.
Hjónaefni skulu framvísa vottorði um hjúskaparstöðu frá Þjóðskrá Íslands, ekki eldra en 30 daga gömlu frá vígsludegi. Sjá nánar hér um skilyrði til hjúskapar.