Fréttir

Ný heimasíða Bjarnanesprestakalls farin í loftið

Jæja góða fólk, þá er búið að færa Bjarnanesprestkall inní 21. öldina. Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að smíða heimasíðu frá grunni og því er síðan svolitið einföld til að byrja með á meðan byggingartíma stendur.

Rétt eins og Gulli í þáttunum Gulli byggir þá förum við ofaní kjölinn á öllum málum sem viðkoma svona smíðavinnu og því getur síðan tekið þónokkrum útlitsbreytingum næstu vikurnar.

Svo þegar við verðum orðnir ánægðir með það sem við verðum með í höndunum þá munu útlitsbreytingar minnka og fréttir, myndir og allskyns upplýsingar fara flæða inná síðuna.