Ball í Safnaðarheimili Hafnarkirkju!
Það er ekki bara drukkið kaffi og trúartengd mál rædd í safnaðarheimilinu í Hafnarkirkju. Meðal annars eru allskyns fundir þar haldnir en nú síðast í dag var haldið ball þar sem nokkrir tugir komu saman til að skemmta sér og öðrum. Var stiginn villtur og trylltur dans og sungið hástöfum með hljómsveitinni en það var hljómsveitin Hilmar og fuglarnir sem spiluðu fyrir dansi. Myndaðist svo góð stemning að opna þurfti út vegna hita. Gleðin var á andlitum flestra þó að einhverjir hafi hent sér í gólfið og grátið, og aðrir reynt að rjúka úr húsi í fýlukasti. Heyrst hefur að þetta hafi svipað til þeirra skemmtanna sem fóru fram í safnaðarheimilinu í Bjarnaneskirkjunni gömlu sem stóð við Laxá þó að sá sem þetta skrifar hafi ekki samanburð enda ekki fæddur þegar kirkjan var enn uppi standandi. Hér var hins vegar ekki um sama aldurshóp að ræða því í dag var hið árlega Öskudagsball og voru það leikskólabörn á Hornafirði sem fengu að koma að skemmta sér í safnaðarheimilinu. Eins og áður þá ríkti mikil gleði eins og sjá má á myndunum sem settar hafa verið inná myndasíðu prestakallsins á Flickr