Fréttir

Hvað var um að vera í prestakallinu í febrúar

Febrúar var góður mánuður þó hann hafi verið stuttur. Alls voru fjórar guðsþjónustur og um miðjan mánuðinn hófst fastan og eins og síðustu ár þá hafa verið haldnar kyrrðarstundir á miðvikudögum, í febrúar voru þær tvær. Ekkert andlát varð í mánuðinum.

Tvö börn voru skírð í febrúar

  • Unnur Mist
    Foreldrar: Stefán Þór og Ingibjörg.
  • Björgvin Aríel
    Foreldrar: Tryggvi Valur og Hanna Guðrún.

 

Nóg verður um að vera í marsmánuði en þá hefjast m.a. fermingar. Fyrsta almenna fermingin er 24. mars.