Fréttir

Hvað var um að vera í prestakallinu í mars

Nóg var um að vera í prestakallinu í marsmánuði. Fjöldinn allur af messum og öðrum athöfnum. Í öllu prestakallinu voru 12 guðsþjónustur, kyrrðarstundirnar voru fjórar og voru þær allar í Hafnarkirkju á miðvikudögum. Prestar prestakallsins sem og organisti tóku þátt í Skaftfellingamessu í Breiðholtskirkju á vegum Skaftfellingafélagsins þann 17. mars. Fermingar hófust þann 23. mars með einu barni en alls voru 18 börn fermd í fimm athöfnum í þremur kirkjum í prestakallinu. Engar hjónavígslur voru. Eitt andlát varð:

  • Helgi Halldór Árnason
    Setberg í Nesjum

Skírð voru fjögur börn:

  • Hafsteinn Þór
    Foreldrar: Sandra Lind og Hlynur
  • Auður Inga
    Foreldrar: Halldór Halldórsson og Bergþóra Ó. Ágústsdóttir
  • Elín Rós
    Foreldrar: Eymundur Ragnarsson og Birna Þ. Sæmundsdóttir
  • Sverrir Ketill
    Foreldrar: Gunnar Páll og Helga Guðbjörg