Fréttir

Hvað var um að vera í prestakallinu í júní

Þó sumarið hafi verið komið á full þá var nóg um að vera í prestakallinu í júní mánuði. Mikið var um gleðitíðindi í mánuðinum en einnig var söknuður áberandi. Síðustu fermingar vetrarins voru í júní en þá voru tvær stúlkur fermdar. Guðsþjónustur voru fjórar í mánuðinum í fjórum mismunandi kirkjum. Í Hofskirkju var boðið uppá kvöldguðsþjónustu í fyrsta skiptið og gafst það vel og mættu yfir 30 manns í messu, þá má geta þess að rétt rúmlega 70 manns eru skráð í sóknina.

Andlát urðu þrjú í prestakallinu.

  • Guðlaugur Gunnarsson Svínafelli Öræfum
  • Sigurður Jóhannsson Hnappavöllum
  • Sigurður Stapa

Guð blessi þau

Fjögur börn voru borin til skírnar.

  • Garðar Logi Foreldrar: Ólöf Ósk og Gunnar Örn
  • Daníel Borgar Foreldrar: Sigrún og Kristján Rúnar
  • Kristján Hafberg Foreldrar: Erla Berglind og Sigurbjörn
  • Katla Karítas Foreldrar: Eva Lind og Bjarni Steinar