Fréttir

Tónleikar – söfnum fyrir línuhraðli

Tónleikar í Hafnarkirkju Kirkjan safnar fyrir línuhraðli

Mæðgurnar Sólveig Sigurðardóttir og Kristín Jóhannesdóttir halda tónleika í Hafnarkirkju fimmtudagskvöldið 26. sept. kl. 20.  Sólveig stundaði söngnám við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi og útskrifaðist þaðan síðastliðið vor. Á efnisskránni eru  íslensk og erlend lög frá ýmsum tímum.

Aðgangseyrir er kr. 1000,-  og mun hann renna óskiptur í söfnun til kaupa á línuhraðli  fyrir Landspítalann.