FréttirHafnarsókn

Heimalærdómur fermingarbarna

Það sem fermingarbörn þurfa að læra og kunna eftir áramót.

Gullna reglan
Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra

Tvöfalda kærleiksboðorðið
Jesús segir: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Skírnarskipunin
Jesús segir: “Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá til nafns föður og sonar og hins heilaga anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.”

Bæn
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.

Sálmur 273, vers 13
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.