BjarnanessóknFréttir

Framkvæmdir

bjarnaneskirkja-málunSumarið er tími framkvæmda, heyrist oft sagt og á það vel við þetta tilefni. Í sumar hefur ekki verið hægt að messa í Bjarnaneskirkju þar sem ákveðið var að ráðast í að mála kirkjuna að innan. Var kirkjan farin að láta vel á sjá að innan og því ákveðið að fara í þetta verk enda styttist í stórafmæli kirkjunnar en hún verður 40 ára næsta sumar.

Eins og sjá má á myndinni gengur mikið á en á hún eftir að líta mun betur út eftir framkvæmdirnar.

Fleiri myndir má sjá á myndasíðu kirkjunnar.