BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Útvarpsmessa

Nú um helgina, 16. apríl, munu prestarnir okkar Sr. Sigurður og sr. Stígur skunda í Skálholt ásamt Kristínu organista og Samkór Hornafjarðar. Tilgangurinn er að taka upp messu í Skálholtsdómkirkju sem sem síðan verður útvarpað 10. júlí á Rás 1 kl. 11:00.

Mun sr. Sigurður þjóna fyrir altari og sr. Stígur prédika. Ritningarlestrar og lokabæn verða í höndum kórfélaga.

Eru allir hvattir til að gefa sér stund þann 10. júlí, setjast við útvarpstækin kl. 11:00 og hlusta á messuna.