FréttirHafnarsókn

Afmælismerki Hafnarkirkju

Nú hefur litið dagsins ljós afmælismerki Hafnarkirkju en er það tilkomið vegna 50 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Leitað var til nemenda Heppuskóla um tillögur að merki. Eftir að sóknarnefnd hafði skoðað tillögurnar var ákveðið að velja merki stúlku úr 7. bekk, Dagmar Lilju Óskarsdóttur. Til að fullvinna merkið fékk hún örlitla hjálp frá frænku sinni Ingibjörgu Lilju Pálmadóttur.

Hafnarkirkja-afmælismerki
Afmælismerki Hafnarkirkju

Nú hefur merkið litið dagsins ljós og er sóknarnefnd ákaflega stolt af merkinu en það sýnir kirkjuturn Hafnarkirkju. Mun sóknarnefnd þakka Dagmar á formlegan hátt við gott tækifæri.