Fréttir

Gunnlaugur Þröstur látinn

Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson er látinn. Hann lést 16. ágúst sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn.  Gunnlaugur Þröstur sat um árabil í sóknarnefnd Hafnarsóknar, allt til síðasta dags. Hann var safnaðarfulltrúi til margra ára og sótti leikmannaráðstefnu kirkjunnar. Jafnframt söng hann um tíma í kirkjukórnum og lagði sunnudagaskólanum lið.

Sunnudagaskoli-Þrostur
Gunnlaugur Þröstur fylgist með börnum í sunnudagaskólanum fyrir nokkrum árum

Gunnlaugur Þröstur var einlægur trúmaður og trúrækinn. Störf hans fyrir kirkju og sókn báru þessari trúarsannfæringu gott vitni. Honum var umhugað um kirkju- og safnaðarstarfið og var heill, tillögugóður og jákvæður í samstarfi.

 

Fyrir þessi störf eru honum færðar þakkir samstarfsfólksins og safnaðarins.

Eiginkonu hans Lindu Helenu Tryggvadóttur og fjölskyldu eru færðar einlægar samúðarkveðjur.