FréttirHafnarsókn

Hafnarkirkja bleik í október

Í ár rétt eins og síðustu ár hefur Hafnarkirkja verið lýst bleikum lit nú i oktober. Er þetta í tilefni átaksins Bleika slaufan sem stendur nú yfir.

Bleika slaufan er tákn krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Árið 2000 var átakinu hleypt af stokkunum hérlendis og hafa sóknir um allt land verið að bætast í hópinn og sýnt átakinu stuðning í verki með því að lýsa upp kirkjur sínar.