Blundar söngfugl innra með þér?
Núna stendur Samkór Hornafjarðar á ákveðnum tímamótum af því tilefni langar okkur að athuga hvort þú vilt ekki hoppa á vagninn með okkur og láta langþráðan leyndann draum verða að veruleika og syngja í blönduðum kór.
Samkórinn hefur að skipa úrvals lið áhugasöngmanna sem sungið hafa saman margir hverjir mjög lengi en nú er svo komið að einhverjir eru farnir að huga að því að láta gott heita.
Eins og oft í sjálfboðaliðastarfi sem þessu er gulrót og gulrótin okkar að þessu sinni utanlandferð haustið 2017 og eru allir starfandi kórfélagar nýjir jafnt sem gamlir velkomnir með okkur í þá ferð.
Í Samkórnum starfa 22 úrvals meðlimir í dag ásamt nýjum kórstjóra, Jörg Sondermann. Allir áhugasamir geta kynnt sér starfið framundann og átt frábærar stundir með góðum félögum á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00 – 22:00.
Hlökkum til að sjá þig.
Fyrir hönd Samkórs Hornafjarðar
Stjórnin.