FréttirHafnarsókn

Krossinn kominn upp á ný

nýi krossinnÍ hádeginu í dag var komið að því að ljósakrossinn á turni Hafnarkirkju var tendraður á ný. Í maí síðastliðnum var hann tekinn niður þar sem mikið ryð var farið að safnast saman á honum. Þegar hann var tekinn niður kom í ljós að hann var mun verr farinn en áður var haldið. Vegna þess ílengdist verkið en ákveðið var einnig að skipta um ljósabúnað og eru nú komnar LED lýsing og þeir sem til þekkja segjast merkja mun á lýsingunni. Var það Ragnar Pétursson frá Þoreirsstöðum í Lóni sá um að gera krossinn upp, ásamt að skipta um ljósin, og vann hann verkið listavel eins og sjá má hér. Við uppsetninguna fékk hann góða hjálp eins og hægt er að sjá myndunum hér fyrir neðan.