BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Nýr prestur í Bjarnanesprestakalli

Síðastliðinn föstudag kom kjörnefnd Bjarnanesprestkalls saman til fundar en þá höfðu umsækjendur um stöðu prests í prestakallinu verið boðaðir í viðtöl. Umsækjendurnir fengu að kynna sig og sín mál, og í framhaldinu fór fram leynileg kosning. Niðurstöðurnar voru svo sendar til biskups til samþykktar.

maria-rut
María Rut Baldursdóttir

Skemmst er frá því að segja að biskup hefur samþykkt að ráða skuli Maríu Rut Baldursdóttur í stöðu prests í hálfri stöðu og mun hún hefja störf í byrjun næsta árs. Um er að ræða viss tímamót því María Rut verður fyrsti skipaði kvenprestur Bjarnanesprestakalls og er það fagnaðarefni.

Sóknarnefndir, sóknarprestur og starfsfólk bjóða Maríu Rut velkomna til starfa og hlakka til að starfa með henni næstu árin. Um leið óska sóknarnefndir hinum umsækjendunum velfarnaðar í þeirra störfum.