FréttirHafnarsókn

Gjöf til Hafnarkirkju

Nýverið barst Hafnarkirkju gjöf. Var það í tilefni 50 ára vígsluafmælis kirkjunnar á síðasta ári. Um er að ræða moldarker, eða fósturjarðartrog eins og hagleiksmaðurinn Ragnar Imsland nefndi gripinn og verður það notað við útfarir. Er gjöfin

Til minningar um hjónin frá Ytra – Lóni á Langanesi Jón Jónasson f. 18.12.1878 d. 10.7.1968 og Stefaníu Arnfríði Friðriksdóttur f. 18.1.1891 d. 12.12.1967. Blessuð sé minning þeirra. Júlía Imsland

eins og stendur á skildinum sem festur er við trogið. Færir sóknarnefnd og prestar Júlíu miklar þakkir fyrir gjöfina enda var gamla fatan orðin lúin og mun því setjast í helgan stein eftir vel unnin störf síðustu ár.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af troginu. Er fólk beðið að taka eftir öllum smáatriðunum, þ.á.m. hvernig rekunni er komið haganlega fyrir.