BjarnanessóknFréttir

Altaristafla sett upp í Bjarnaneskirkju – mynd

Nánast frá því að Bjarnaneskirkja var byggð hefur það verið í umræðunni að setja upp altaristöfluna sem var áður í gömlu kirkjunni við Laxá. Taflan er máluð af listamanninum Jóni Þorleifssyni frá Hólum og minnast margir töflunnar með hlýhug. Vegna hönnunar á Bjarnaneskirkju var ekki unnt að koma töflunni fyrir og var hún sett fremst í kirkjuskipið þar sem hún naut sín engan veginn.

Það var svo fyrir stuttu síðan sem skriður komst á málið og smíðuð var grind sem myndirnar voru hengdar upp á. Grindin var svo boltuð í vegginn og sjást engar festingar og virðist því myndin hanga í lausu lofti. Heppnaðist þetta einkar vel og er gerður góður almennur rómur af uppsetningunni.

Það var því afskaplega viðeigandi að fyrsta athöfnin eftir að taflan var sett upp var útför Halldóru Hjaltadóttur, en Jón var frændi Halldóru.

Fólki mun gefast næst tækifæri að virða fyrir sér töfluna á jóladag kl. 14:00 en þá verður hátíðarmessa í Bjarnaneskirkju.

Smellið á myndina til að sjá hana stærri