FréttirHafnarsókn

Starf kirkjuvarðar í Hafnarsókn auglýst

Sóknarnefnd Hafnarsóknar auglýsir eftir kirkjuverði við Hafnarkirkju og Stafellskirkju í 75% starf.

Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.

Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með kirkjum og kirkjugörðum (ekki sláttur), móttaka gesta, bókanir o.fl.  Sömuleiðis þátttaka í helgihaldi og safnaðarstarfi (meðhjálpari), létt viðhaldsvinna, umhirða, ræsting og þrif ásamt öðru samkvæmt starfslýsingu.

Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum,  lipurð og sveigjanleika ásamt að búa yfir ríkri þjónustulund.

Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli og öðru því sem  þeir óska að taka fram.  Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fyrir 1. september en er ekki skilyrði.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Albert Eymundsson formaður sóknarnefndar á netfanginu albert.eymundsson@gmail.com eða í síma 862-0249.

Umsóknarfrestur er til 15. maí.

Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn sendist til:
Sóknarnefndar Hafnarsóknar
b.t. Alberts Eymundssonar
Vesturbraut 25
780 Höfn

Sóknarnefnd Hafnarsóknar