FréttirKálfafellsstaðarsókn

Ólafsmessa 2018

Hin árlega Ólafsmessa verður haldin 29. júlí næstkomandi í Kálfafellsstaðarkirkju í tilefni af Ólafsmessu að sumri og hefst dagskráin kl. 20:00. Viðburðurinn er unninn í nánu samstarfi við Þorbergssetur og er þeim bestu þakkir færðar.

Þórbergssetur

Svavar Knútur söngvaskáld sækir Suðursveit heim að þessu sinni og má búast góðu og skemmtilegu kvöldi þar sem Svavar er þekktur fyrir góða tónlist og skemmtilegar frásagnir.

Dagskráin hefst með stuttri helgistund þar sem sr. Gunnar Stígur Reynisson verður við altarið. Síðan verður rifjuð upp sagan um völvuna á Kálfafellsstað og tengingar kirkjunnar við Ólaf helga Noregskonung. Tónleikarnir eru svo í beinu framhaldi og verða um klukkustund. Að lokum er öllum boðið í gönguferð að völvuleiðinu undir Hellaklettum og rifjuð upp sagan af álögum völvunnar og áhrifum hennar á örlög og líf fólksins í Suðursveit í gegnum aldirnar.

Tilvalið fyrir heimamenn að koma og njóta kvöldstundar í Kálfafellsstaðarkirkju og taka gesti með.
Aðgangur ókeypis.
Allir velkomnir