FréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

SKemmtilegar sumarmessur

Í sumar var starfið í prestakallinu fátæklegra en vanalega þar sem sr. María var komin í veikindaleyfi vegna væntanlegs drengs og í sumarleyfi sér Stígs var afleysing aðeins í formi bakvaktar.

Það voru hins vegar þrjár frábærar og skemmtilegar messur í júlí sem meðal annars rötuðu í blöðin.

Um miðjan júlí voru tvær messur, á Höfn og í Öræfum. Báðar áttu þær það sameiginlegt að vera útimessur.

Höfn

Á Höfn var gengið frá Hafnarkirkju niður í Óslandið þar sem messað var á Óslandshæðinni, umkringd kríum í úthellis rigningu. Vegna þess var fámennt en góðmennt en messugestir gæddu sér á kaffi og kleinum þegar messu lauk en það vildi svo heppilega til að þegar prestur sleppti síðasta orðinu þá stytti upp.

Öræfi

Í Öræfunum var að einhverju leyti tímamóta messa því það var messað í Sandfelli í fyrsta skiptið í tugi ára. Messað var þar sem gamla kirkjan í Sandfelli stóð og var mæting í messuna vonum framar en í kringum 50 manns sóttu Sandfell heim þetta kvöldið. Sungnir voru sálmar undir forystu kór Hofskirkju og lesin var prédikun eftir sr. Eirík Helgason sem hann skrifaði fyrir 99 árum.

Dúlúðin hvíldi yfir Sandfelli á meðan messu stóð og mátti sjá þokuna læðast í átt að Sandfellsgestum en nam þó staðar nokkrum metrum frá. Þetta gerði stundina enn magnaðri og dásamlegri.

Þegar messu lauk var gengið að bílastæðinu þar sem kaffi og kruðerí biðu. Á bílastæðinu var yndislegt samfélag og voru rifjaðar upp minningar um Sandfell og sr. Eirík.

Það var einnig virkilega gaman að sjá að ættingar sr. Eiríks gerðu sér ferð frá Reykjavík til að vera við messuna og kunnum við þeim þakkir fyrir það.

Það þykir nokkuð ljóst að útimessur að þessu tagi er eitthvað sem er komið til að vera.

Kálfafellsstaðarkirkja

Undanfarin ár hefur það verið árlegt að halda hátíðlega Ólafsmessu í Kálfafellsstaðarkirkju þann 29. júlí sem er dánardagur Ólafs helga Noregskonungs. Ólafsmessan samstarfsverkefni prestakallsins og Þorbergssetursins. Messan hefst ætíð á helgistund og í framhaldi eru tónleikar þar sem tónlistarfólk leikur sína tónlist og annarra. Að þessu sinni var það Magga Stína Blöndal sem söng við undirleik Daníels Friðriks Böðvarssonar gítarleikara. Að loknum tónleikum sögðu Þorbjörg og Fjölnir okkur frá Ólafi helga og ættmennum hans, þar á meðal völvunni á Kálfafellsstað.

Vetrarstarf prestakallsins hefst svo með formlegum hætti 1. september með messu í Stafafellskirkju.