FréttirHafnarsókn

Klukknahringing á mánudögum

Í gær mánudag var kirkjuklukkunum hringt klukkan 12 að hádegi í þrjár mínútur eins og undanfarið en einnig tóku einhverjir eftir því að kl. 14:00 var klukkunum einnig hringt. Biskup Íslands hefur lagt til að á hverjum mánudegi um óákveðinn tíma verði kirkjuklukkum hringt í tvær mínútur til stuðnings við heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk í umönnunarstörfum vegna covid 19. Við í Bjarnanesprestakalli tökum þessari beiðni biskups fagnandi og því verður kirkjuklukkunum á mánudögum hringt hér eftir kl. 14:00.

Við óskum heilbrigðisstarfsfólki góðs gengis í þeirra störfum og Guðsblessunar og þökkum þeim fyrir þeirra mikilvæga starf á þessum erfiðu og krefjandi tímum. Takk!