BjarnanessóknBrunnhólssóknFréttirHafnarsóknHofssóknKálfafellsstaðarsókn

Kirkjuathafnir að hausti á tímum Covid-19

Þetta ár mun líklega aldrei gleymast, það er alveg ljóst. Árið byrjaði eins og hvert annað ár en það var fljótt að breytast. Veiruútbreiðslan gerði það meðal annars að verkum að lokað var tímabundið á allar kirkjulegar athafnir nema þær sem voru nauðsynlegar.

Þegar við héldum að þetta væri að ganga yfir og búið að opna kirkjurnar aftur þá kom önnur bylgja og nú í byrjun október voru reglur hertar. Eftir að reglur voru hertar ákvað biskup Íslands í samráði við Covid-teymi Þjóðkirkjunnar að engar athafnir yrðu nema útfarir.

Í bréfi sem biskup sendi prestum landsins sagði meðal annars

Útfarir
50 manna fjöldatakmörkun er í gildi í útförum og er það undantekning frá 20 manna reglunni.
Þó svo hámarksfjöldi í útförum sé 50, er hámarksfjöldi í erfidrykkjum 20. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki með inni í þessum fjöldatölum.
Barna- og æskulýðsstarf. Foreldramorgnar.
Barna- og æskulýðsstarf og foreldramorgnar falla niður á gildistíma reglugerðanna.

Prestar Bjarnanesprestakalls hafa því tekið ákvörðun um að takmarka starf í prestakallinu eins mikið og þörf er á. Bréf biskups gildir til 11. nóvember og tekin verður ákvörðun um framhaldið að þeim tíma liðnum.

Það er von okkar allra að þessu tímabili fari að ljúka svo hægt sé að hefja starf á hefðbundinn hátt.

Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband í vaktsíma presta 894 8881