FréttirHafnarsókn

Vígsla á stækkun Hafnarkirkjugarðs

Föstudaginn 13. ágúst var vígður nýjasti hluti Hafnarkirkjugarðs en þá var tekinn í noktun nyrsti hluti garðsins (sá sem er næstu leikskólanum) þegar sá mæti maður Ingvar Þórðarson var lagður til hvílu í blíðskaparveðri.

Stækkunin er u.þ.b. metri lægri en aðrir hlutar garðsins og því þarf að ganga niður nokkur þrep til að komast í nýja hlutann. Falleg steinhleðsla umkringir garðinn og inná milli hefur verið komið fyrir lágvöxtnum gróðri.

Stækkunin er rúmlega 180 grafstæði og byrjað verður að grafa aftast í garðinum og unnið sig fram.

Sr. Gunnar Stígur Reynisson vígir stækkun Hafnarkirkjugarðs. Mynd: Vigfús Svavarsson