FréttirHafnarsókn

Fermingarbörn ganga í hús og safna fyrir vatni

Þriðjudagskvöldið 2. nóvember munu fermingarbörn ganga í hús á Höfn og safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku. Söfnunin er skipulögð af Hjálparstarfi kirkjunnar og taka öll fermingarbörn landsins þátt í söfnuninni á hverju ári.

Við hvetjum alla til að taka vel á móti fermingarbörnunum þegar þau banka uppá hjá ykkur.

Þeir sem vilja styrkja verkefnið er bent á heimasíðu Hjálparstarfsins https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/