FréttirKálfafellsstaðarsókn

Ólafsmessa 2022 – Upptaka

Þann 29. júlí síðastliðinn var Ólafsmessa haldin í Kálafellsstaðarkirkju líkt og undanfarin ár.

Ellen Kristjánsdóttir mætti með Eyþór með sér og börnin. Það var þétt setið í kirkjunni og góð stemming

Eftir helgistund var komið að tónleikum sem voru hreint yndislegir. Það verður þó að segjast að það eitt lag og einn sálmur stóðu upp úr. Með hækkandi sól var sungið af innlifun af öllum í kirkjunni og svo var það sálmurinn Heyr himnasmiður sem var dásamlegt að heyra í kirkjunni. Upptöku af sálminum má horfa á hér.