FréttirHafnarsókn

Þrif og stilling á orgelinu í Hafnarkirkju

Þann 16. janúar hófst þrif og stilling á orgelinu í Hafnarkirkju og mun það verk standa yfir í um þrjár vikur. Þetta er stórt og mikið verk eins og sést á myndunum þar sem yfir 1300 pípur eru í hljóðfærinu.

Björgvin orgelsmiður og kona hans Margrét sjá um verkið.

Á meðan þessu stendur eru athafnir ómögulegar í kirkjunni og því þarf að leita í aðra kirkju ef upp koma athafnir sem þarf að sinna á meðan þrif tíma stendur.

Gert er ráð fyrir að starfssemi í Hafnarkirkju verði komin í eðlilegt horf um miðjan febrúar.