Aðventustundir í Bjarnanesprestakalli
Nú er aðventan á næsta leiti og henni fylgja aðventustundir í öllum sóknum. Á aðventustundunum verða sungnir jólasálmar og lög, kveikt á aðventukertum og hlustað á orð frá ræðumanni.
Unnið er að því að finna ræðumenn og munu nöfn þeirra birtast í næstu blöðum Eystrahorns.
Hér fyrir neðan má sjá tíma- og dagsetningar stundanna, hægt er að smella á myndina til að fá hana stærri.