FréttirHafnarsókn

Nýr kirkjuvörður í Hafnarsókn

Tímamót urðu nýlega þegar nýr kirkjuvörður var ráðinn við Hafnarsókn. Í rúm 20 ár hefur Örn “Brói” Arnarson sinnt því starfi af miklum heilindum og natni. Í lok ágúst mun hann láta af störfum og við tekur Sindri Bessason en hann er giftur Jóhönnu Íris Ingólfsdóttur (dóttir Vopna og Birnu). Þó erfitt verði að feta í fótspor Bróa þá hefur sóknarnefnd, prestar og organisti mikla trú á því að samstarfið muni ganga vel þeirra á milli og eins við sóknarbörn Hafnarsóknar.

Síðasta athöfnin sem Brói mun koma að sem kirkjuvörður verður hátíðarmessa vegna 150 ára afmælis Stafafellskirkju.