Vinir í bata – 12 spora starf
Í vetur verður boðið upp á 12 spora starf í Hafnarkirkju. Fyrsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 16. september og stendur frá kl. 17:00 – 19:00.
Starf 12 sporanna eru æltuð öllum þeim sem vilja fara yfir líf sitt með það að markmiðið að bæta lífsgæði, öðlast skilning á ómeðvituðum hegðunarmunstrum sem oft eru þróuð í æsku, skilja innihald ýmissa samskipta, vinna úr hvers konar áföllum og fleira. 12 sporin hafa einnig nýst vel gegn hvers konar firringu og afneitun og hafa þar af leiðandi reynst árangurrík leið í baráttunni gegn hvers konar fíkn. 12 spora starfið byggir á trúarlegum grunni og er sprottið frá 12 spora starfi AA – samtakanna.
Leiðbeinandi í vetur er Sveinbjörg Jónsdóttir djáknakandídat og nuddmeistari. Ef einhverjar spurningar vakna er sjálfsagt að hafa samband í síma 869 2364.